Skrappið mitt.

mánudagur, janúar 28, 2008

Nýtt stuff ..

Já vissulega þarf maður að versla smá þegar það er scrapptíð .. ekki satt .. allavega hef ég verið nokkuð duglega að heimsækja scrappverslannirnar núna í fríinu. Ég fór einn rúnnt á föstudaginn og var svo heppin að finna Grungboard upp í Dreampaper :) Nú og svo keipti ég mér einn Dabber upp í Scrapshop.dk. Svo fór ég heim að leika mér að þessu og hér er það sem varð til ..





Það hafa nokkrar síður orðið til eftir þessa .. endilega kíkja á Galleríið mitt til að sjá þær :)
En ég er svakalega ánægð með þessa síðu og það var mjög gaman að nota bæði Grungeboardið og Dabberinn.

Farin að scrappa ..

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Scrapptíð ..

Scrapptíðin hefur gengið ágætlega hjá mér, ég er búin með 2 kort, 3 8x8 síður og 6 12x12 síður og ég held þetta sé meira en ég scrappaði allt síðast ár !!! Síðurnar mínar eru allar geimdar vel og vandlega inn á Scrapbook.com galleríinu mínu og ykkur er velkomin að kíkja á þær þar ;-)

Planið er þó að scrappa einar 7 síður í viðbót áður en scrapptíðinni líkur sem er 3. febrúar.

Það sem þó helst til tíðinda er að ég eignaðist fyrstu Magnolia stimplana mína í gær, tæknilega reindar 2 dögum áður en póstmaðurinn kom með þá til mín í gær :) Stimplarnir eru æðislega sætir, en eitthvað á ég eftir að æfa mig í að lita þá *ROÐN*

Ég fékk mér þessa stimpla ..


fimmtudagur, janúar 17, 2008

Scrapptíð

Jæja nú er nýtt scrappár að byrja og ég ætla heldur betur að standa mig betur en á síðasta ári sem verður reindr ekki erfitt. Ég fæ smá tíma til að koma mér af stað þar sem ég er í fríi í skólanum til 4. febrúra. Sökum þess hvað ég er bjartsý á þetta scrappár þá skráði ég mig í hin ýmsu verkefni. Ég Skráði mig í BUM þar sem ég ætla að gera bók um mig, ég skráði mig líka í Fjölskyldur leyndarmálið og þar ætla ég að gera Fjölskyldualbúm. Ég var líka svo heppin að komast aftur í Kortaklúbbin .. jeij .. en ég áhvað að taka mér fríi frá honum á seinasta ári sökum annríkis.

Ég byrjaði árið á því að gera kort :)
Þetta kort var gert fyrir Huldu P áskorun, mér fannst LOið svo flott að mig langaði að vera með.
Ég fór á útsöluna hjá Scrapshop.dk og fann þar þennan BG Scarlet's Letter PP og svo fékk ég þessa flottu bjöllustimpla í jólagjöf frá leinivininum mínum.





Nú Svo náði ég loksins að klára fyrstu síðuna mína á árinu, það tók reindar talsverðan tíma þar sem ég lennti í smá vandræðum með að prufa nýjar aðferðir. Ég sem sagt ætlaði að embossa Chipboard en það reindist ekki eins einfallt og það átti að vera, aðalega vegna þess að svarta emboss duftið sem ég keipti var ekki venulegt emboss duft svo ég þurti að bleka stafina með svörtu en þá gat ég ekki sett emboss stöffið á því svarta blekið smitaði .. löööööng saga .. en hér er síðan sem varð loksins til, hún er 8 x 8 ég hef ekki prufað það áður.




Vona að næstu síður streimi svo inn fljótt og vel ..
Fanney

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Leim síða ..

Þessi síða er voðalega leim hjá mér, ég veit það, en ég ætla samt að þrjóskast við að halda henni "gangandi" ég er sko enn að bíða eftir kraftaverki, það er að geta skannað inn allar síðurnar mínar, sem ég get reindar allveg en svo þarf ég að verða mér út um forrit til að smella síðui saman, það gengur eitthvað illa.

Þangað til fara eitthvað fár síður inn á netið hjá mér enda er allveg vonlaust að taka mynd af þeim, litirnir breinglast og flassi skemmir myndina.

En ég er búin að vera í allgerum scrapp paradís núna upp á síðkastið, fann nýja scrappbúð hérna rétt hjá mér og gerðist áskrifandi af mánaðarpakka hjá scrapshop.dk og ég þarf að fara og sækja hann svo ég hef góða ástæðu til að fara í scrappleiðangur :)

Ég er líka búin að gera 3 síður núna í Október .. allar í lok okt og eina gerði ég þegar ég fór með allt scrappið mitt til Árhúsa til að kynna Brynju fyrir scrappinu, það var mjög gaman.

Ég var að bæta við nokkrum tenglum hérna til hliðar, mig vanntar ennþá tengla frá fullt af skröppurum en ég ætla að bæta þeim við í næstu umferð.

Farin aftur.
Fanney

föstudagur, ágúst 24, 2007

Smá scrappfréttir

Það er svo ljúft að búa rétt hjá scrappbúð, ég bara hef ekki upplifað þett áður hehe.

Allavega þá er ég búin að fara 3 ferðir í Scrapshop.dk og versla "smá" í hvert skipti, það er mjög fín "stelpa" sem á þessa búð og þegar ég hef þurft að taka krakkana með mér þá hefur Jón Steinar fengið að leika sér inn á http://www.lego.dk/ á meðan sem auðveldar okkur Dagrúnu Eir talsvert að skoða. Núna seinast verslaði ég loksins albúm sem ég ætla að nota sem fyrsta albúm krakkana, ekki seinna vænna að versla svoleiðis albúm. Það er líka stefnan að ná að klár að fylla albúmin mjög fljótlega hehe ..

Annars er ég búin að scrappa nokkrar síður í sumar, vona að ég nái að gera fleirri áður en alvaran byrjar.

sunnudagur, maí 20, 2007

Scrapshop.dk

Já samkvæmt Google Earth þá eru einungis 17 kílómetrar fyrir mig að skreppa í Scrappbúð. Það verður að teljast met fyrir mig þar sem ég hef aldrei búið jafn nálægt Scrapp búð áður, ég veit ekki hvort að maðurinn minn sé jafn hrifin af þessari staðreind og ég hehehe ...

En það eru sem sagt bara 17 kílómetrar heiman frá mér og í Scrapp búðina "Scrap Shop" í Roskilde, eins gott að þetta sé stór og fín búð :o)

mánudagur, maí 14, 2007

Nýtt upphaf

Jæja það var víst 2005 sem ég oppnaði þessa bloggscrapp síðu svo sennilega er komin tími til að skrifa eins og eina færslu.

Það sem ég er að gera núna er að safna að mér nýjum tenglum, sumir voru orðnir úreltir og svo hefur svo margt skemtilegt bæst við eins og bloggsíður margra skemtilegra scrappara.

Ég kem ekki til með að Scrappa neitt fyrr en ég er búin að taka scrappið upp úr kössum í fyrirheitna landinu svo þangað til ætla ég að halda áfram að safna tenglum ;o)

Endilega ef einnhver álpast hingað inn þá benda mér á nauðsinlega tengla sem vanta hjá mér

Efnisorð: